Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

36. fundur 16. mars 2005 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2005, miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Hallfreður Vilhjálmsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Jóna Adolfsdóttir,
 Jón Gunnlaugsson,
 Marteinn Njálsson.

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Safnastarfið.

Gestir á safnasvæðið voru árið 2004 sem hér segir:
Gestir á söfnin 10.760
Gestir í veitingar 9.600
Gestir á útisvæði 5.400
Gestir v. upplýsinga 1.100
                                 Samtals 26.860

 Greiðandi gestir á söfnin voru ca 6.500, aðgangseyrir var kr. 3.081.300.
 
Stúkuhúsið hefur verið flutt á Safnasvæðið  og mestu lokið við frágang þess að utan.  Veginum við Garðahúsið hefur verið lokað og unnið að göngustíg.  Unnið er að nýjum bæklingi til kynningar á safninu.

 

2. Sumarstarfsemi.
 Verið er að undirbúa sumarstarfið og stefnt að því að einn viðburður verði í mánuði hverjum.

 

3. Þjónustuhús ? geymsla.
 Jón greindi frá för framkvæmdastjórnar til Eyrarbakka til að skoða þjónustuhús Byggðasafns Árnesinga, sem er nýbyggt.  Hús þetta á Eyrarbakka er áhugavert og mikið þarfaþing.  Ákveðið var að fela Jon Nordsteien að taka til athugunar hugmyndir um hugsanlega þjónustumiðstöð fyrir safnið.

 

4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar.

 Styrkir sem safnið hefur fengið eru sem hér segir:
Fjárlög
 Lóð og umhverfi kr. 1.000.000
 Stúkuhús kr. 3.000.000
 Bátasafn, Sæljón kr. 500.000
 Íþróttasafn kr. 1.000.000
  kr. 5.500.000


Safnaráð
 Rekstrar- og verkefnast. kr. 1.350.000

Húsafriðunarnefnd
 Sandar kr. 150.000
Samtals eru þetta  kr. 7.000.000

Upphæðir þessar hafa verið settar inn í fjárhagsáætlun

 

5. Rætt var um að fara til Siglufjarðar til að skoða síldarminjasafnið, gista eina nótt og skoða Vesturfarasafnið daginn eftir.  Stefnt að því að fara fyrrihluta apríl n.k.

 

6. Launamál.
 Sveinn Kristinsson gerði grein fyrir drögum að nýjum kjarasamningi við forstöðumann safnsins.  Formanni stjórnar er falið að ganga til samninga við forstöðumann á grundvelli umræðna í stjórn og fyrirliggjandi draga.

 

7. Lagt fram bréf Guðjóns Kristinssonar, dags. 14.2.2005.
 Forstöðumanni falið að ræða við bréfritara.

 

8. Axelsbúð.
 Málið rætt.

 

9. Formanni og forstöðumanni falið að yfirfara samstarfssamning og endurnýja.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Hallfreður  Vilhjálmsson (sign)
  Jón Gunnlaugsson (sign)
  Sveinn Kristinsson (sign)
  Sigurður Sverrir Jónsson (sign)
  Marteinn Njálsson (sign)
  Ása Helgadóttir (sign)
  Jóna Adolfsdóttir (sign)
  Jón Allansson (sign)
  

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00