Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2005, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum.
Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
Jósef H. Þorgeirsson,
Valdimar Þorvaldsson,
Ása Helgadóttir,
Jóna Adolfsdóttir,
Sigurður Sverrir Jónsson.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.
Jón Allansson gerði grein fyrir breytingum sem verða á fjárhagsáætlun vegna kaupa á Steinaríki Íslands og kaffistofunni.
Málið rætt rækilega og samþykkt samhljóða.
2. Drög að fjárhagsáætlun 2006.
Jón gerði grein fyrir og lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2006.
Málið rætt og vísað til frekari umræðu.
3. Framtíðarhugmyndir á Safnasvæði.
Sveinn gerði grein fyrir hugmyndum. Ítarlega rætt um málið sérstaklega um varðveislu Kútter Sigurfara, sjávarútvegssafns og framtíðarsafns. Formanni og forstöðumanni falið að vinna að málinu áfram.
4. Nafn á kaffistofu.
Samþykkt að kaffistofan skuli heita Garðakaffi.
Fleira ekki gert ? fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Ása Helgadóttir (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Sigurður Sverrir Jónsson (sign)?
Sveinn Kristinsson (sign)
Jóna Adolfsdóttir (sign)
Jón Allansson (sign)