Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

48. fundur 01. nóvember 2006 kl. 18:00 - 21:30

Ár 2006, miðvikudaginn 01. nóv. kl. 18:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.


Til fundarins komu:            Björn Elíson

                                        Ragna Kristmundsdóttir

                                        Ásgeir Hlinason

                                        Guðni Tryggvason

 

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Málefni Markaðsfulltrúa:

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um starf og starfssvið markaðsfulltrúa fyrir Safnasvæðið að Görðum:

 

Byggðasafnið að Görðum óskar eftir því við Akraneskaupstað að markaðsfulltrúi Akraneskaupstaðar verði með starfsaðsetur á safnasvæðinu að Görðum. Einnig er óskað eftir að markaðsfulltrúi taki yfir eftirfarandi verkþætti vegna reksturs Safnasvæðisins að Görðum í náinni samvinnu við stjórn Byggðasafnsins að Görðum og forstöðumann safnsins.

 

  • Öll markaðs- og kynningarmál á Safnasvæðinu.
  • Allur rekstur Safnaskála í umboði stjórnar safnsins, þar með talið; veitingaaðstaða, öll sölustarfsemi og upplýsingamiðstöð. 
  • Öll viðburðastjórnun.
  • Öflun styrkja vegna sýninga og reksturs,  meðal annars undir merkjum Byggðasafnsins að Görðum í samvinnu við forstöðumann safnsins.
  • Yfirumsjón með starfsfólki (öðru en því sem vinnur að faglegum verkefnum; söfnun muna, skráningu, gæslu á byggðasafni, varðveislu og viðhaldi) þ.e. starfsfólk í Safnaskála, leiðsögn, upplýsingamiðstöð og lausráðið fólk vegna einstakra verkefna og viðburða.
  • Umsjón með mótun og framkvæmd fræðslustarfs, þ.m.t. skólaheimsóknir.
  • Aðkoma að mótun og framkvæmd heildarstefnu fyrir Safnasvæðið í heild; markaðsmál, uppbygging, nýsköpun og fræðsla, í samstarfi við stjórn safnsins og forstöðumann.
  • Umsjón og ábyrgð á vef safnsins www.museum.is .
  • Stjórn Byggðasafnsins að Görðum hefur yfirumsjón með Safnasvæðinu og sækir markaðsfulltrúi fundi þess og hefur þar tillögurétt og málfrelsi.

 

Með því að markaðsfulltrúi Akraness taki yfir áðurnefnda verkþætti og ábyrgðarsvið skapast aukin tækifæri til sóknar fyrir Safnasvæðið jafnframt því sem að hið faglega safnastarf fær aukna vigt. Gert er ráð fyrir að töluvert af daglegri starfsemi markaðsfulltrúa verði dagleg stjórnun á svæðinu sjálfu.

Gengið er út frá miklu og nánu samstarfi stjórnar Byggðasafnsins, forstöðumanns safnsins  og markaðsfulltrúa.

 

Talsverðar umræður urðu um tillöguna.

Guðni lagði til að málinu yrði frestað til næsta fundar. Meirihluti stjórnar felldi það.

Tillagan borin upp og samþ. af meirihluta stjórnar.

Guðni situr hjá, telur að ganga eigi enn lengra en tillagan segir til um í markaðssetningu safnsins og innra skipulagi.

 

2. Málefni Steinasafns Íslands:

Málefni Steinasafns Íslands rædd, forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu til samræmis við umræðu á fundinum.

 

3. Fárhagsáætlun 2007:

Málin rædd, formanni og forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund.

 

4.      Önnur mál:

 

a:    Málefni Sigurfara rædd.

 

b:   Rætt um endurgerð og varðveislu styttu sem stóð í Skrúðgarðinum við Suðurgötu.

 

c:    Bréf til stjórnar byggðasafnsins dagsett 24. okt. 2006 frá Ingibjörgu Gestsdóttur starfsmanni safnsins. Formanni falið að vinna að málinu til samræmis við umræðu á fundinum.

 

d:   Forstöðumaður lagði fram lóðaleigusamning fyrir safnasvæðið milli Akraneskaupstaðar og Byggðasafnsins að Görðum. Forstöðumanni falið að undirrita hann fyrir hönd stjórnar.

 

e:    Rætt um fundartíma. Ákveðið að reyna að stíla fundartíma inn á þriðjudaga kl: 18:30

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl: 21:30

 

Jón Allansson ( sign )

Guðni Tryggvason( sign )

Ragna Kristmundsdóttir( sign )

Björn Elíson ( sign )

Ásgeir Hlinason ( sign )

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00