Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

50. fundur 23. janúar 2007 kl. 19:00 - 21:30

Ár 2007, þriðjudaginn 23. jan. kl. 19:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.


Til fundarins komu:        Björn Elíson form.

                                        Ragna Kristmundsdóttir

                                        Ásgeir Hlinason

                                        Guðni Tryggvason

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1.      Fjárhagsáætlun 2007

Fjárhagsáætlun ársins 2007 samþ. samhljóða.

 

2.      Málefni Kútters Sigurfara:

Samþ. að skipa starfsnefnd v/Kútters Sigurfara. Stjórnin samhljóða um að skipa þá Rudolf Jósefsson, Tómas Guðmundsson og Björn Elíson. Þeirra fyrsta verk verði að láta meta skipið. Stefnt verði að, að  því verði lokið um mánaðamótin febr. ? mars

 

3.      Önnur mál:

 

a:    Form. Lagði fram áherslupunkta í starfi safnsins næstu misserin s.s.

 

1)      Breytingar á rekstri kaffihúss.

2)      Rætt um hvort fella eigi niður aðgangseyri að safninu. Málinu vísað til næsta fundar

3)      Hefja nú þegar undirbúning þess að ? uppfæra ? Íþróttasafn Íslands, sbr. hugmyndir þar að lútandi. Leita eftir fjármagni og samstarfsaðilum. Setja upp tímasetta aðgerðaáætlun.

4)      Marka nú þegar stefnu varðandi uppbyggingu og nýtingu gömlu húsanna á svæðinu, með það að markmiði að skapa þeim hlutverk og um leið efla starfsemi safnasvæðisins.

 

b:   Formaður lagi fram drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd.

Stjórn Byggðasafnsins gerir ekki athugasemd við stefnuna. En leggur áherslu á að fjármunir fylgi þeim verkefnum og skyldum sem stefnan hefur í för með sér gagnvart sveitarfélögum verði hún að lögum.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 21:30

Guðni R. Tryggvason (sign)

Björn Elíson (sign)

Ásgeir Hlinason (sign)

Ragna Kristmundsdóttir (sign)

Jón Allansson (sign)     

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00