Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)
Ár 2007, þriðjudaginn 06. nóv. kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.
Til fundarins komu: Bergþór Ólason form.
Ásgeir Hlinason
Guðni Tryggvason
Ragna Kristmundsdóttir.
Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður byggðasafnssins fundinn.
Fundur settur og byrjaði með skoðunarferð um Stúkuhúsið sem nú era ð verða tilbúið. Húsið allt hið glæsilegasta.
1. Fjárhagsáætlun 2008
Bergþóri og Jóni falið að ganga frá minnisblaði til bæjarstjórnar í samræmi við umræðu á fundinum.
2. Reglur varðandi útleigu Stúkuhúss
Jón Allansson lagði fram minnisblað um útleigu ýmissra sala tengdum söfnum víðsvegar um landið. Málinu frestað til næsta fundar.
5. Þróun og framtíðarsýn Safnasvæðisins
Málin rædd
6. Önnur mál
Fjallað um umsóknir Bryndísar Siemsen og Carlosar Taroni um afnot af Fróðá. Stjórn vill ekki leigja húsið að sinni og hafnar því báðum umsóknum. Forstöðumanni falið að svara umsækjendum.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 22:00
Guðni R. Tryggvason (sign)
Jón Allansson (sign)
Bergþór Ólason (sign)
Ragna Kristmundsdóttir (sign)
Ásgeir Hlinason (sign)