Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)
1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2013
1307024
Verkefnin rúmast öll innan fjárhagsáætlunar nema endurgerð Geirsstaða og viðgerð á Garðahúsinu en í þau verkefni hafa fengist styrkir frá Minjastofnum Íslands, annars vegar 600.000 kr. í endurgerð Geirstaða og hinsvegar 1.000.000 kr. til viðgerðar á suðurhlið Garðahússins
2.Byggðasafnið - ársreikningur og ársskýrsla 2012
1307023
Opnunartími safnsins var árið 2012 frá 1.júní ? 31.ágúst kl.10 ? 17 (alla daga) og frá 1.sept.- 31.maí kl.13 ? 17 (alla daga).
Fastráðinn starfsmaður við safnið var einn á árinu, en einnig var ákveðið að ráða starfsmann til þess að hafa umsjón með endurgerð, viðhaldi o.fl. varðandi eignir safnsins. Á árinu var tímabundið ráðinn starfsmaður sem hafði verkefnastjórnun við ákveðin verkefni inni á safnasvæðinu og var eitt af þeim verkefnum að vinna að stofnun keltnestkt fræðaseturs. Við gæslu, umhirðu og önnur safnastörf voru ráðnir tveir starfsmenn. Eins og undanfarin ár þá var rekstur veitingaaðstöðu í Garðakaffi í höndum Mango ehf.
Fjöldi safngesta á safnasvæðið árið 2012 var 16.628 gestir sem er aukning um 7 % milli ára.
Á safnasvæðinu eru aðalsafnahús þar sem fastasýning byggðasafnsins er til sýnis og er árlega unnið að uppfærslu á þeirri sýningu. Í safnaskála er safnið með tvær sýningar/söfn þ.e. Íþróttasafn Íslands og sýning um steinaríki Íslands. Í sérsýningarsal Safnaskála voru á árinu haldnar 8 sýningar á vegum safnsins. Í safnaskála er veitingastaðurinn Garðakaffi sem rúmar 60 manns í sæti ásamt safnbúð og upplýsingaathvarf fyrir ferðamenn. Í veitingasal voru einnig haldnar nokkrar ljósmynda- og myndlistasýningar á árinu.
Á safnasvæðinu eru 5 hús sem búið er að endurgera og hafa fengið ákveðið hlutverk. Garðahús (1876) og Neðri-Sýrupartur (1875) eru endurgerð 19.aldar hús og eru þar sýningar varðandi híbýli fólks frá þeim tíma. Stúkuhúsið (1916) sem var upphaflega byggt sem hlaða og fjós en var endurgert sem samkomuhús fyrir góðtemplararegluna á Akranesi 1950. Húsið var opnað til sýninga árið 2007 og hefur verið í stanslausri notkun síðan og mjög vinsælt varðandi ýmsa mannfagnaði. Þar eru ýmiss félagasamtök með reglulega fundi, tónleikar og ýmsar samkomur á vegum safnsins og fleiri aðila. Á árinu 2012 var húsið Fróðá notað að stórum hluta sem geymsluhúsnæði en verður í framtíðinni fundið annað hlutverk. Þann 15.desember var húsið Sandar formlega opnað til sýnis en það hafði verið í endurgerð í nokkur ár. Sandahúsið er frá árinu 1901 og var endurgert eins og það var upprunalega frá þeim tíma og er notað sem sýningarhús fyrir safnið. Síðasta húsið sem eftir er að endurgera inni á Safnasvæðinu eru Geirstaðir (1905) og var byrjað á undirbúningi fyrir endurgerð á árinu 2012. Unnið var við viðgerð á Garðahúss og verður þeirri vinnu framhaldið árið 2013. Eins og undanfarin ár var unnið við að gera útisýningarsvæði safnsins aðlaðandi og unnið við gerð settorgs fyrir framan Stúkuhúsið en það verður notað fyrir móttöku ferðamanna og til útikennslu fyrir skóla. Ekki náðist að klára þetta verkefni á árinu og verður því framhaldið 2013.
Safnið hefur undanfarin ár verið með geymslur á mörgum stöðum en er komið með veglegt geymsluhúsnæði á Smiðjuvöllum. Í eigu safnsins eru taldir rúmlega 9.000 safnmunir bæði stórir sem smáir og þarf að koma þeim þar haganlega fyrir. Í geymsluhúsinu verður til staðar móttökurými fyrir safngripi, skráning muna, forvarsla og verkstæði. Ekki náðist að ljúka þessari vinnu á árinu en því verður framhaldið 2013. Safnið skráir alla muni í skráningarkerfið Sarp ásamt því að skrá í aðfangabók.
Á safnasvæðinu er kútter Sigurfari sem er eina þilskipið sem varðveitt er frá þilskipaútgerð íslendinga og eitt helsta kennileyti safnsins. Á árinu 2010 skilaði framkvæmdanefnd um framtíð skipsins af sér skýrslu sem lögð var á árinu 2012 fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt hugmyndum um vinnuskýli og endurgerð skipsins. Þessar upplýsingar voru síðan lagðar fyrir fjárlaganefnd Alþingis til frekari ákvörðunar.
Fjölmargir viðburðir voru haldnir á árinu 2012 inni á Safnasvæðinu og er þar helst að nefna þing íslenskra eldsmiða í tilefni hátíðar hafsins, 17.júní hátíðarhöld, írska daga, vökudaga, jóladagskrá, fyrirlestra, sýninga o.fl.
Menningarráð Vesturlands, safnasjóður ásamt húsafriðunarnefnd styrktu safnið varðandi ýmsa viðburði, endurgerð húsa og annarra verkefna á vegum safnsins.
Skráður safnauki á árinu 2012 var samtals 40 safnnúmer.
3.Byggðasafnið - ársreikningur og ársskýrsla 2012
1307023
Forstöðumaður lagði fram ársreikning safnsins en reikningurinn hefur þegar verið undirritaður af bæjarráði og samþykktur af bæjarstjórn Akraness þann 11. júní síðastliðinn. Heildarniðurstaða reikninga er tap upp á 9.300.000 kr. en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir rúmlega 5.000.000 kr. tapi.
Forstöðumaður vekur athygli stjórnar á hve litil innkoma er af aðgangseyri og varpar fram þeirri spurningu hvort fella eigi hann niður.
4.Byggðasafnið - Starfsmannamál
1307025
Guðmundur Sigurðsson hefur verið tímabundið ráðinn en ráðning hans er við það að renna út. Stjórn samþykkir að framlengja ráðningu hans til 31.10.2013.
5.Kútter Sigurfari - staða mála
903133
Bréfin lögð fram til kynningar en Mennta- og menningamálaráðuneytið vísaði erindi Akraneskaupstaðar til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2014. Formanni ásamt forstöðumanni falið að fylgja málinu eftir við ráðuneytið.
6.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum
810089
Endurskoða þarf skipulagsskrá safnsins í ljósi breytinga á stjórn þess auk þess sem starfið starfar eftir nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu áramót. Formanni auk forstöðumanss falið að vinna málið fyrir næsta fund.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Helstu verkefni ársins 2013 fyrir utan þau sem hér áður hafa verið nefnd eru;
Að bæta merkingar við Sandahúsið.
Að tegundagreina Steinaríki Íslands, en því verkefni er nú lokið og beðið er eftir lokaskýrslu sérfræðings.
Að sinna almennu viðhaldi bátasafnsins.
Að halda áfram skráningum í Sarp en skráð safngögn eru þar um 4000 í dag og skráð eru um 200 ný gögn á ári.
Að klára uppsetningu upplýsingaskilta á útisvæðinu en þau eru 8 talsins og eru að mestu tilbúin. Til þess verkefnis hafa fengist 400.000 kr. frá Safnasjóði. Þá á að klára settorg sem staðsett er við Stúkuhúsið.
Að mála Neðri ? Sýrupart að utan svo og þakið.