Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

4. fundur 02. október 2013 kl. 17:00 - 18:00 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Hjördís Garðarsdóttir formaður
  • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Þorgeir Jósefsson ritari
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson ritari stjórnar Byggðasafnsins að Görðum
Dagskrá

1.Byggðasafnið - fjárhagsáætlun 2014

1309129

Fundargögn lögð fram á fundinum.
  • Forstöðumaður lagði fram Áætlunarbók fyrir Byggðasafnið þar sem hann er búinn að setja inn þær lagfæringar og beytingar sem annars vegar þarf að gera og hins vegar með óskum um breytingar.

  • Stóra breytingin er beiðni um 4 mkr. til að hanna og kaupa efni til húsbyggingar yfir litlu bátana á Safnasvæðinu. Gert er ráð fyrir að starfsmenn safnsins annist framkvæmdina að mestu leyti.

  • Stjórnin samþykkir að óska eftir sérstöku framlagi eignaraðila upp á 1,1 mkr., 1,0 mkr. frá Akraneskaupstað og 0,1 mkr. frá Hvalfjarðarsveit, til að gera Byggðasafninu kleyft að sækja um framlög til uppbyggingar bátasafnsins.

  • Forstöðumanni falið að koma óskum um breytingar á Áætlunarbókinni á framfæri við eignaraðila.

2.Byggðasafnið - Starfsmannamál.

1307025

  • Stjórnin samþykkir að framlengja tímabundna ráðningu Guðmundar Sigurðssonar til 31.desember 2013.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00