Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)
Dagskrá
Ingþór B. Þórhallsson setti fundinn og bauð nýja stjórn velkomna til starfa.
1.Byggðasafnið - stjórn byggðasafnsins
1407025
Samkvæmt skipulagsskrá safnsins hefur Bæjarstjórn Akraness tilnefnt formann stjórnar Ingþór B. Þórhallsson. Formaður bauðst til þess að annast ritun fundargerða þar til annað yrði ákveðið. Samþykkti fundurinn það.
2.Byggðasafnið - Fjárhagsáætlun 2015
1407024
Fjárhagsáætlun Byggðasafnsins 2015, áætlunarbók 2015 lögð fram.
Forstöðumaður kynnti vinnu við og helstu liði fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015. Tæpti hann á helstu liðum og nefndi þar sérstaklega viðhald og viðgerðir á aðalbyggingu safnsins og byggingu bátahúss. Fór hann einnig yfir verklag og ferli áætlunargerðarinnar. Ætlunin er að stjórn fari yfir áætluninna á fundi þann 11. sept. n.k. Því næst yrði hún send með formlegum hætti til umsagnar og samþykktar í sveitarstjórn Hvalfjarðasveitar áður en hún yrði endanlega lögð fyrir í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.
3.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá.
1310065
Kynning á starfsemi safnsins ársskýrslu 2013, skipulagsskrá og söfnunarstefnu.
Forstöðumaður fór í stuttu máli yfir og kynnti skipulagsskrá Byggðasafnsins að Görðum. Farið var yfir helstu verkefni safnsins og stöðu þeirra. Fyrirliggjandi voru ýmis gögn fyrir stjórnarmenn til að glöggva sig á verkefnum og rekstri safnsins.
4.Byggðasafnið - endurskoðun söfnunarstefnu
1402149
Fjallað um upplýsingagjöf og reglur safnsins.
Forstöðumaður úrskýrði söfnunarstefnu safnsins en safnið starfar eftir mótaðri söfnunar- og sýningarstefnu sem er endurskoðuð á 4 ára fresti. Þessi stefna var síðast endurskoðuð og samþykkt í apríl 2014.
Fundi slitið - kl. 19:20.