Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

90. fundur 19. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:00 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Björn Guðmundsson, Helgi Pétur Ottesen, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 29. október til 18. nóvember 2018.

3. Fjárhagsáætlun 2019

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 996,5 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 974,2 mkr. Afskriftir nema 26 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 14,6 mkr.  Tap af rekstri nemi 18,4 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 9,7 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 123,3 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 127,5 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemur 14 mkr. og að handbært fé í árslok verði 134,1 mkr. Lögð fram til seinni umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra og samþykkt.

4. Fjárhagsáætlun 2020-2022

Lögð fram og samþykkt.

5. Endurskoðun á ferlum og reglum varðandi lyfjamál

Framkvæmdastjóri lagði fram greinargerð Steinunnar Sigurðardóttur varðandi yfirferð á ferlum og reglum varðandi lyfjamál. Stjórn Höfða þakkar Steinunni fyrir vinnu hennar við yfirferðina og felur framkvæmdastjóra útfærslu á tillögum til breytinga.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00