Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson, Karitas Jónsdóttir varamaður, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. ágúst 2019
Lagt fram.
3. Fjárhagsáætlun 2020-2023
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.011,3 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 969,3 mkr. Afskriftir nema 25,8 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 16,1 mkr. Tap af rekstri nemi 14,9 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 18 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 85 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 82 mkr. Lækkun á handbæru fé nemur 20,9 mkr. og að handbært fé í árslok verði 128 mkr. Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
4. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða. Verð pr. máltíð hækki úr kr. 1.060 í kr. 1.090 eða um 2,8%. Hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2020.
5. Afskriftir viðskiptakrafna
Tillaga frá framkvæmdastjóra um afskriftir þriggja krafna. Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhæð kr. 59.772.
6. Minnisblað Mannvits
Minnisblað Mannvits um kostnað við endurnýjun þak- og veggjaklæðninga á 2. áfanga Höfða. Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að vinna áfram með málið.
7. Minnisblað SFV til fjárlaganefndar Alþingis vegna beiðni um aukin framlög á fjárlögum fyrir árið 2020.
Lagt fram.
8. Tilboð Auðnast í EKKO veitu
Stjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur framkvæmdastjóra að kanna með samstarf við Akraneskaupstað um meðferð EKKO mála (einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldis).
9. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 25.sept., 9.okt., 16.okt. og 23.okt.
Lagðar fram.
10. Starfsmannamál Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30