Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson, Einar Brandsson varamaður, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1. Heimsókn SFV
Pétur Magnússon formaður og Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri SFV kynntu starfsemi samtakanna. Umræður um helstu hagsmunamál hjúkrunarheimila.
2. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
3. Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 3. september til 18. nóvember 2019.
4. Erindi frá starfshópi um framtíðarskipulag mötuneytismála á Akranesi
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Minnisblað um mönnunarmál á Höfða
Ólína Ingibjörg fór yfir minnisblað sem Steinunn Sigurðardóttir hefur tekið saman um fjölda umönnunarstunda á Höfða og skiptingu starfa í umönnun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15