Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

105. fundur 02. desember 2019 kl. 17:00 - 18:10 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson, Karitas Jónsdóttir  varamaður, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir einn einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2. Tölvupóstur heilbrigðisráðuneytis dags. 26.11.2019

Tilkynning um ákvörðun heilbrigðisráðherra um að þau fjögur hjúkrunarrými sem verið hafa í tímabundnum rekstri, verði gerð varanleg almenn hjúkrunarrými á Höfða. Stjórn Höfða fagnar ákvörðun ráðherra um að fjölga varanlegum hjúkrunarrýmum á Höfða og felur framkvæmdastjóra að rita þakkarbréf.

3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. september 2019

Lagt fram.

4. Fjárhagsáætlun 2020

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.051,5 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 994,5 mkr. Afskriftir nema 25,9 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 16,1 mkr.  Hagnaður af rekstri nemi 38 þús.kr.  Handbært fé til rekstrar nemi 3 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 85 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 82 mkr.  Lækkun á handbæru fé nemur 5,9 mkr. og að handbært fé í árslok verði 143 mkr. Lögð fram til seinni umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra og samþykkt.

5. Fjárhagsáætlun 2021-2023

Lögð fram og samþykkt.

6. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 30. okt. og 13. nóv. 2019

Lagðar fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00