Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

106. fundur 10. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:22 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Helgi Pétur Ottesen, Björn Guðmundsson, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

2. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 19. nóvember 2019 til 9. febrúar 2020.

3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. desember 2019

Lagt fram.

4. Þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands

Þjónustusamningur um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilisins að Sólmundarhöfða á Akranesi fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2021.

Lagður fram.

5. Yfirlýsing samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Yfirlýsing SFV og SÍS vegna gerðar þjónustusamninga milli Sjúkratrygginga íslands og ríflega fjörutíu hjúkrunarheimila landsins.

Stjórn Höfða tekur heilshugar undir yfirlýsinguna.

6. Drög að endurnýjun samnings um ferðaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða á Akranesi

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samningsgrundvelli Höfða fyrir endurnýjun samnings við Akraneskaupstað um ferðaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða.

Stjórn Höfða samþykkir samningsdrögin og felur framkvæmdastjóra að leggja drögin fyrir viðsemjanda.

7. Minnisblað varðandi umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Stjórn Höfða veitir framkvæmdastjóra heimild til að sækja um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna endurnýjunar þak- og veggjaklæðninga 2.áfanga Höfða þegar samþykki eignaraðila liggur fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:22

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00