Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Ársreikningur 2019
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra. Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 1.026 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 996,2 mkr. Afskriftir námu 26 mkr. og fjármagnsliðir nettó 13,1 mkr. Rekstrarafkoma ársins er neikvæð um 9,6 mkr. Handbært fé hækkar um 9,1 mkr. og nam 186,8 mkr. í árslok 2019. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.
2. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir sjö einstaklinga, sjá trúnaðarbók. Staða á biðlistum 16.4.2020: Hjúkrunarrými: 28 einstaklingar. Dvalarrými: 11 einstaklingar. Hvíldarinnlagnir: 28 einstaklingar.
3. Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 10. febrúar til 19. apríl 2020.
4. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 4.12.2019, 6.2.2020, 12.2.2020 og 4.3.2020
Lagðar fram.
5. Önnur mál
a) Tillaga varðandi starfsmannamál.
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.