Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

110. fundur 25. maí 2020 kl. 16:30 - 19:15 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Björn Guðmundsson
Starfsmenn
  • Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

 

 

Fyrir var tekið:  

1.  Endurskoðunarskýrsla 2019

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna.

2.  Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir átta einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

Staða á biðlistum 20.5.2020:

Hjúkrunarrými: 18 einstaklingar. Dvalarrými: 10 einstaklingar. Hvíldarinnlagnir: 27 einstaklingar.

3.  Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2020

Lagt fram.

4.  Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2020 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra. Breytingar leiða til kr. 73.365.000 hækkunar á áætluðum tekjum og til kr. 73.298.000 hækkunar á rekstrargjöldum.  Breytingar leiða til jákvæðrar rekstrarniðurstöðu  upp á kr. 104.000 og til kr. 66.000 lækkunar á handbæru fé sem verður áætlað samtals kr. 143.063.000 í árslok 2020. Stjórn Höfða samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020.

5.  Bréf árshátíðarnefndar dags. 18. febrúar 2020

Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða að fjárhæð 550.000 kr.  Fjárhæðin verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.

6.  Ársreikningur Gjafasjóðs Höfða 2019

Lagður fram.

7.  Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 6.5.2020

Lögð fram.

8.  Minnispunktar frá fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um málefni hjúkrunarheimila

Lagðir fram.

9.  Önnur mál

a) Starfsmannamál.

Afgreiðsla trúnaðarmál.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00