Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fyrir var tekið:
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 22.10.2020:
Hjúkrunarrými: 21 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 26 einstaklingar.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. september 2020
Lagt fram.
3. Fjárhagsáætlun 2021
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.127,8 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.123 mkr. Afskriftir nema 25,8 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 16 mkr. Óreglulegir liðir nema 25,9 mkr. Tap af rekstri án óreglulegra liða nemur 37 mkr. en með óreglulegum liðum nemur tapið 62,9 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 25,7 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 146,3 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 155,1 mkr. Lækkun á handbæru fé nemur 16,9 mkr. og að handbært fé í árslok verði 74,3 mkr.
Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
4. Fjárhagsáætlun 2022-2024
Lögð fram til fyrri umræðu.
5. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða. Verð pr. máltíð hækki úr kr. 1.090 í kr. 1.123 eða um 3% sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs frá september 2019 til september 2020. Hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2021.
6. Umsögn stjórnar Höfða til bæjarráðs vegna endurbóta á Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra að umsögn til bæjarráðs.
7. Umsagnir SFV um fjárlagafrumvarp 2021 og fjármálaáætlun 2021-2025
Lagðar fram. Stjórn Höfða tekur undir sjónarmið SFV í umsögn SFV um fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun.
8. Starfsmannamál
a) Beiðni um launalaust leyfi.
Stjórn Höfða samþykkir framlagða beiðni um launalaust leyfi.
b) Mönnun á Jaðri.
Stjórn Höfða samþykkir að framlengja tímabundina aukningu á mönnun út desember 2020.
c) Erindi frá hjúkrunardeildarstjórum.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45