Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fyrir var tekið:
1. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir sex einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 26.11.2020:
Hjúkrunarrými: 28 einstaklingar.
Dvalarrými: 14 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 27 einstaklingar.
2. Fjárhagsáætlun 2021
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.126,4 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.127,3 mkr. Afskriftir nema 25,8 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 13,8 mkr. Tap af rekstri nemur 40,6 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 2 mkr., fjármögnunarhreyfingar nemi 17,9 mkr. Lækkun á handbæru fé nemur 19,9 mkr. og að handbært fé í árslok verði 139,1 mkr.
Lögð fram til seinni umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra og samþykkt.
3. Fjárhagsáætlun 2022-2024
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
4. Samkomulag um færslu bókhalds Höfða
Tillaga um endurnýjun á samkomulagi við Akraneskaupstað um færslu á bókhaldi Höfða.
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu.
5. Sérhæfð dagdvalarrými
Tillaga um að fela framkvæmdastjóra að sækja um til heilbrigðisráðherra að Höfði fái heimild til að breyta 5 almennum dagdvalarrýmum í 5 sérhæfð dagdvalarrými fyrir heilabilaða.
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu.
6. Samkomulag um samstarf vegna COVID deildar
Samkomulag um samstarf um mönnun sérstakrar deildar fyrir COVID smitaða íbúa tuttugu hjúkrunarheimila sem eru aðilar að samkomulaginu. Höfði er aðili að samkomulaginu.
Lagt fram.
7. Starfsmannamál
a) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30