Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 21.1.2021:
Hjúkrunarrými: 25 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 24 einstaklingar.
2) Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 30. nóvember 2020
Lagt fram.
3) Sérhæfð dagdvalarrými
Svarpóstur heilbrigðisráðuneytis við beiðni Höfða um breytingu á samsetningu dagdvalarrýma.
Lagður fram.
4) Jafnlaunavottun Höfða
Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu launagreiningar í tengslum við jafnlaunavottun Höfða.
5) Betri vinnutími á Höfða
Lagt fram vinnutímasamkomulag dagvinnufólks á Höfða varðandi styttingu vinnuviku.
Stjórn Höfða samþykkir framlagt samkomulag. Sjá ennfremur útfærslu í trúnaðarbók.
6) Breyting á reglugerð nr.466/2012 um færni- og heilsumat
Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um breytingar á reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30