Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 18.11., 9.12. og 16.12.2021
Lagðar fram.
2. Minnisblað framkvæmdastjóra dags. 7.12.2021, ásamt minnisblaði Mannvits dags. 4.12.2021 og fundargerð opnunarfundar.
5 gild tilboð bárust í útboðsverkið „Höfði endurnýjun í 1. áfanga“. Eftir yfirferð og leiðréttingu tveggja lægstu tilboðanna, þá eru endanlegar tilboðsfjárhæðir eftirfarandi:
Kappar ehf. kr. 407.189.146. 145% af kostn.áætlun
Ístak hf. kr. 382.930.503. 136% af kostn.áætlun
Sjammi ehf. kr. 377.729.290 134% af kostn.áætlun
GS Import ehf. kr. 371.814.046 132% af kostn.áætlun
SF smiðir ehf. kr. 322.459.964 115% af kostn.áætlun
Fyrir liggur samþykki eignaraðila á heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda.
Stjórn Höfða samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur framkvæmdastjóra að undirrita verksamning.
3. Samningur um byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit
Stjórn Höfða staðfestir samning við SHP ráðgjöf ehf. í byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit í endurnýjun í 1. áfanga Höfða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:44