Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

132. fundur 05. október 2022 kl. 16:30 - 18:26 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 3.10.2022:
Hjúkrunarrými: 22 einstaklingar.
Dvalarrými: 15 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 32 einstaklingar.

2. Starfsmannamál
a) Umsóknir um starf húsmóður
5 umsóknir bárust um starfið. Umsækjendur eru:
Guðrún Björnsdóttir
Hólmfríður Lovísudóttir
Rúna Björg Hannesdóttir
Sóley Sævarsdóttir
Sólrún Perla Garðarsdóttir

Stjórn felur framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra að sjá um viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir stjórn grunnmat á umsækjendum byggt á matsviðmiðum vegna starfsins.

b) Erindi frá starfsfólki á Jaðri
Lagt fram ásamt úttekt á umönnunarstundum á Höfða.

3. Tölvupóstur frá árshátíðarnefnd Höfða dags. 12.9.2022
Stjórn Höfða samþykkir viðbótarstyrk vegna árshátíðar Höfða 2022 að fjárhæð kr. 150.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.

4. Afrit af bréfi Akraneskaupstaðar til fjármála- og efnahagsráðherra dags.29.9.2022
Bréf er varðar endurskoðunarákvæði samnings ríkissjóðs og Akraneskaupstaðar, dags. 26. október 2017, um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í Brú lífeyrissjóði vegna hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.
Lagt fram.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00