Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Ráðning húsmóður
Gögn voru send stjórnarmönnum fimmtudaginn 13. október sl. og stjórnarmenn hafa kynnt sér ítarlega.
Um er að ræða:
1. Umsóknargögn allra umsækjenda.
2. Grunnmat umsækjenda, ásamt matsviðmiðum vegna starfs húsmóður.
3. Auglýsing um stöðu húsmóður.
Stjórn Höfða telur Sóleyju Sævarsdóttur hæfasta umsækjandann og felur framkvæmdastjóra að bjóða henni starfið og vinna að frágangi ráðningarsamnings.
Jafnframt felur stjórn Höfða framkvæmdastjóra að tilkynna umsækjendum niðurstöðu ráðningarferils og rétt viðkomandi til að óska rökstuðnings í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Fleira ekki gert.