Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir sex einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 26.1.2023:
Hjúkrunarrými: 21 einstaklingar.
Dvalarrými: 14 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 37 einstaklingar.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. september 2022
Lagt fram.
3. Kjarasamningar - endurnýjað kjarasamningsumboð, samkomulag um launaupplýsingar og uppfært samkomulag um sameiginlega ábyrgð og mat á áhrifum á persónuvernd
Endurnýjað kjarasamningsumboð, samkomulag um launaupplýsingar og uppfært samkomulag um sameiginlega ábyrgð og mat á áhrifum á persónuvernd.
Stjórn Höfða samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Höfða.
4. Erindi Akraneskaupstaðar varðandi Árnahús
Stjórn Höfða leggst gegn framkvæmdum/endurbótum á Sólmundarhöfða 2 þar sem stjórnin telur að þær geti hamlað framtíðaruppbyggingu á Höfða. Þar sem stjórn Höfða hefur verulegar áhyggjur af ástandi húsnæðis á Sólmundarhöfða 2 og óttast að þær að hluta eða öllu leyti geti fokið á húsnæði Höfða, óskar hún eftir að ákvörðun verði tekin sem allra fyrst um að núverandi húseignir á Sólmundarhöfða 2 verði fjarlægðar.
5. Starfsmannamál
a) Beiðni um launalaust leyfi, sjá trúnaðarbók
Stjórn samþykkir beiðnina.
b) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
6. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 5.12.22
Lögð fram.