Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

138. fundur 15. maí 2023 kl. 16:30 - 18:10 Höfði hjukrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helga Harðardóttir varamaður
  • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1. Framvinduskýrsla framkvæmanefndar
Annar Einarsdóttir byggingastjóri og Björn Kjartansson formaður framkvæmdanefndar komu á fundinn og fóru yfir framvinduskýrslu um endurbætur í 1. áfanga Höfða.

2. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir sex einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 11.5.2023:
Hjúkrunarrými: 32 einstaklingar.
Dvalarrými: 14 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 34 einstaklingar.

3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2023
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

4. Fjölgun hjúkrunarrýma á Höfða
Lagt fram erindi til heilbrigðisráðuneytisins ásamt svarpósti þess við erindi Höfða um breytingu á dvalarrýmum í hjúkrunarrými.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulagi við ráðuneytið og eftir atvikum Sjúkratrygginga Íslands um málið.

5. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 30.3.23
Lögð fram.

6. Starfsmannamál
Bréf starfsmanna á Jaðri og Leyni varðandi aukningu á næturvöktum.
Lagt fram.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00