Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 27.9.2023:
Hjúkrunarrými: 39 einstaklingar.
Dvalarrými: 7 einstaklingar (dvalarrými ekki lengur í rekstri á Höfða).
Hvíldarinnlagnir: 38 einstaklingar.
2. Fjárhagsáætlun 2023 – viðauki 1
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2023 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
Breytingar gera ráð fyrir 83,5 mkr. hækkun á áætluðum tekjum og til 58,3 mkr. hækkunar á rekstrargjöldum. Breytingar í viðauka lækkar neikvæða afkomu ársins úr 113,7 mkr. í 88,5 mkr. eða um 25,2 mkr. Viðauki 1 gerir jafnframt ráð fyrir hækkun á handbæru fé um 25,2 mkr. og nemur það 240,5 mkr. í árslok 2023.
Stjórn Höfða samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023.
3. Brunavarnir á Höfða
Á fundi Framkvæmdanefndar Höfða 4. september sl. var tekin fyrir beiðni stjórnar Höfða um gerð forgangslista yfir fyrstu aðgerðir að bættum brunavörnum í kjallara Höfða.
Annar Einarsdóttir fer yfir lista sem hún hefur unnið að beiðni framkvæmdanefndar varðandi fyrstu aðgerðir.
Anna Einarsdóttir byggingarstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Stjórn Höfða samþykkir að farið verði í þá liði sem tilgreindir eru á listanum.
4. Djúpgámar
Framkvæmdastjóri lagði fram og fór yfir kostnaðaráætlun varðandi uppsetningu á 5 djúpgámum við Höfða.
Stjórn Höfða samþykkir að óska eftir aðkomu eiganda Höfða að fjármögnun verkefnisins samhliða umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóð aldraðra á árinu 2024.
5. Garðagirðing og hlið
Framkvæmdastjóri lagði fram og fór yfir kostnaðaráætlun og teikningar varðandi uppsetningu á garðagirðingu og hliðum.
Stjórn Höfða samþykkir að sækja um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra í verkefnið á árinu 2024 og vísar fjármögnun á framlagi Höfða til fjárhagsáætlunarvinnu 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30