Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Ársreikningur 2023
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 1.462,2 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 1.460,7 mkr. Afskriftir námu 27,8 mkr. og fjármagnsliðir nettó 35,6 mkr. Gjaldfærsla vegna meiriháttar viðhalds fasteignar nam 54,3 mkr. Gjaldfærsla vegna endurmats lífeyrissréttinda í A deild Brúar lífeyrissjóðs nam 38,6 mkr. Rekstrarafkoma ársins er neikvæð um 154,9 mkr.
Handbært fé lækkar um 22,1 mkr. og nam 104,9 mkr. í árslok 2023.
Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.
2. Endurskoðunarskýrsla 2023
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna. Stjórn þakkar Jóhanni fyrir yfirferð á skýrslunni.
Lögð fram.
3. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir átta einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 27.3.2024:
Hjúkrunarrými: 50 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 51 einstaklingar.
4. Lífeyrisskuldbinding A deildar Brúar lífeyrissjóðs
Stjórn Brúar lífeyrissjóðs tilkynnti undir árslok 2023 um að tryggingaleg staða A deildar Brúar væri neikvæð og frá og með ársbyrjun 2024 myndi sjóðurinn innheimta 10% af greiddum lífeyri vegna þess hóps sem var 60 ára og eldri þann 31.5.2017 og var á lífeyri á þeim tímapunkti hjá launagreiðendum. Þeir eru í flestum tilfellum sveitarfélög og tengdar stofnanir. Við þessa ákvörðun stjórnar Brúar, sem tekin var í október 2023, myndaðist skuldbinding hjá launagreiðendum vegna þessa tiltekna hóps. Nemur hlutdeild launagreiðenda 10% í heildarskuldbindingunni samkvæmt útreikningum sérfræðinga Brúar. Skuldbinding að fjárhæð 38,6 mkr. er færð í ársreikning á grundvelli framangreinds mats og upplýsinga frá Brú lífeyrissjóði.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að greina gögn frá sjóðnum.
5. Afskrift viðskiptakrafna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um afskriftir viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 3.903.
6. Stefna Akraneskaupstaðar í öldrunarþjónustu
Lögð fram.
7. Rekstrarform og stækkun Höfða
Umræður um stöðu mála. Ákveðið að halda sérstakan stjórnarfund um málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30