Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir sjö einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 17.1.2024:
Hjúkrunarrými: 40 einstaklingar.
Dvalarrými: 3 einstaklingar (dvalarrými ekki lengur í rekstri á Höfða).
Hvíldarinnlagnir: 50 einstaklingar.
2. Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 19.12.23
Lögð fram.
3. Verksamningur-Endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga
Lagður fram.
4. Skýrsla um breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila
Lögð fram ný skýrsla starfshóps fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis.
Stjórn Höfða fagnar því að loksins hyllir undir að eigendur fasteigna hjúkrunarheimila verði tryggð leiga fyrir afnot af fasteignum þeirra til reksturs hjúkrunarheimila.
Stjórn samþykkir að fela stjórnarformanni og framkvæmdastjóra að eiga samtal við eigendur Höfða um stækkun Höfða.
5. Starfsmannamál
a) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
b) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
c) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
d) Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöðu vinnustaðagreiningar Gallup.
6. Önnur mál
a) Viðbótarrými
Stjórn samþykkir að svara ákalli stjórnvalda um tímabundin biðrými vegna álags á Landspítala og samþykkir að bjóða eitt viðbótarrými til 31.12.2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:22