Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 24.6.2024:
Hjúkrunarrými: 60 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 46 einstaklingar.
2. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2023
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.
3. Skipun í starfshóp varðandi rekstrarform Höfða
Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða.
Stjórn Höfða tilnefnir Elsu Láru Arnardóttur og Helga Pétur Ottesen sem fulltrúa Höfða í starfshópinn. Auk þeirra verður framkvæmdastjóri Höfða verkefnisstjóri starfshópsins.
4. Stækkun Höfða
Til skoðun er að stækka núverandi húsnæði Höfða með því að byggja tvær hæðir ofan á þriðja og fyrsta áfanga Höfða. Forsenda stækkunar er að gerð verði viljayfirlýsing milli Höfða og heilbrigðisráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma um 29. Einnig er forsenda stækkunar að samkomulag náist við ríkisvaldið um fjármögnun framkvæmda og er þar horft til samningagerðar um leigugreiðslur fyrir húsnæði heimilisins samanber boðað breytt fyrirkomulag fasteigna hjúkrunarheimila. Eftir stækkun yrði allt að 99 hjúkrunarrými á Höfða.
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að rita formlegt erindi til heilbrigðisráðherra vegna málsins.
5. Fundargerð Framkvæmdanefndar Höfða frá 13.6.2024
Lögð fram.
6. Lánssamningur vegna endurnýjunar þak- og útveggjaklæðningar
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að undirrita lánssamning við Akraneskaupstað um brúarlán vegna fjármögnunar á framkvæmdatíma verksins „endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga“. Fjárhæð lánssamnings er allt að 120 mkr. Að framkvæmdum loknum verður gengið frá langtímafjármögnun eins gert hefur verið varðandi aðrar stórar endurbætur á húsnæði heimilisins.
7. Starfsmannamál
a. Störf hjúkrunardeildarstjóra.
Þann 22. apríl sl. var auglýst eftir hjúkrunardeildarstjórum á Höfða. Um er að ræða störf hjúkrunardeildarstjóra á Jaðri, Ytri Hólmi og Innri Hólmi.
Alls bárust 3 umsóknir.
Stjórn Höfða staðfestir eftirfarandi ráðningar:
• Þórlína Jóna Sveinbjörnsdóttir í 90% stöðu hjúkrunardeildarstjóra á Jaðri.
• Þorbjörg Sigurðardóttir í 90% stöðu hjúkrunardeildarstjóra á Ytri Hólmi.
• Kolbrún Hrönn Harðardóttir í 90% stöðu hjúkrunardeildarstjóra á Innri Hólmi.
b. Minnisblað framkvæmdastjóra varðandi viðauka 8 í kjarasamningi Sameykis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Stjórn Höfða samþykkir að samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness sem samþykkt var á stjórnarfundi Höfða 16. febrúar 2016 sé fallið úr gildi
þar sem ekki er lengur forsenda fyrir samkomulaginu varðandi viðauka 8 eftir innleiðingu á betri vinnutíma vaktavinnufólks.
c. Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.