Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

152. fundur 13. janúar 2025 kl. 16:30 - 16:56 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1. Lántaka vegna endurbóta á húsnæði Höfða
Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis samþykkir hér með að taka lán í formi lánssamnings hjá Íslandsbanka hf. kt. 491008-0160 að fjárhæð allt að 490.000.000 fjögurhundruðogníutíumilljónir króna, í samræmi við lánssamning sem liggur fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna endurbætur á húsnæði heimilisins í verkunum „Endurnýjun í 1.áfanga“ og „Endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga“.
Jafnframt er Kjartani Kjartanssyni kt. 020766-3799, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis að undirrita lánssamning við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:56.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00