Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Starf framkvæmdastjóra
Tekin framhalds starfsviðtal við einn umsækjanda þar sem hann var með glærukynningu samkvæmt fyrirfram ákveðnum spurningalista.
Farið yfir viðtöl dagsins og þau metin. Ákveðið að hafa samband við meðmælenda tveggja umsækjenda.
Eftir samtöl við meðmælendur og umræðu stjórnarmanna var ákveðið að bjóða Valdísi Eyjólfsdóttur starf framkvæmdastjóra.
Stjórn á símtal með Valdísi þar sem henni er kynnt niðurstaða stjórnar.
Stjórnarformanni falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valdísi sem verður lagður fram á næsta stjórnarfundi.
Stjórnarformanni falið að hafa samband við þá tvö umsækjendur sem komu í framhaldsviðtal en hlutu ekki starfið og tilkynna þeim niðurstöðuna.
Hörpu Hallsdóttur falið að tilkynna umsækjendum um niðurstöðu stjórnar.
Stjórnarformanni falið að tilkynna eigendum um niðurstöðu stjórnar og senda einnig tilkynningu á Skessuhorn og Skagafréttir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30