Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Ráðning framkvæmdastjóra
Ráðningarsamningur við Valdísi Eyjólfsdóttur lagður fram og samþykktur af stjórn.
2. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir sjö einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 27.02.2025:
Hjúkrunarrými: 59 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 47 einstaklingar.
3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. desember 2024
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit.
4. Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar og Höfða
Stjórn samþykkir uppfærða jafnalaunastefnu Akraneskaupstaðar og Höfða.
5. Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og Höfða
Stjórn samþykkir uppfærða jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og Höfða.
6. Velferðarlausnir
Framkvæmdastjóri fór yfir samskipti við Helix Health ehf. varðandi samningagerð vegna velferðarlausnanna Iðunn og Lyfjavaki.
7. Mönnun hjúkrunarfræðinga
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi mönnun hjúkrunarfræðinga á Höfða.
Samhliða því fór hann yfir hvaða lausnir eru í boði hjá Sólstöðum ehf. sem aðstoða við allt ráðningarferlið á erlendum hjúkrunarfræðingum, svo sem búferlaflutninga, leyfisveitingar, búsetuúrræði sem og aðlögun á Íslandi.
8. Minnisblað starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða
Lagt fram.
9. Erindi frá árshátíðarnefndar Höfða dags. 30.1.2025
Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða 2025 að fjárhæð 800.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.
10. Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra
Framkvæmdastjóri fór yfir umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna tækjakaupa.
11. Fundargerðir Undirbúningsnefndar um stækkun Höfða frá 16.12.2024 og 5.2.2025
Lagðar fram.
12. Starfsmannamál
- Beiðni um launalaust leyfi sjá trúnaðarbók.
Stjórn samþykkir beiðnina.
- Beiðni um launalaust leyfi sjá trúnaðarbók.
Stjórn samþykkir beiðnina.
- Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10