Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

42. fundur 01. september 2014 kl. 16:30 - 19:00

Fundinn sátu:

Kristjana Helga Ólafsdóttir, formaður
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir
Kristján Sveinsson
Margrét Magnúsdóttir
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Viðburðaryfirlit
Lagt fram viðburðaryfirlit frá 12.6. til 31.8.2014.

2) Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar – 30.júní 2014
Lagt fram.  Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur Höfða fyrstu sex mánuði ársins.  Samþykkt að stjórnarmenn fá mánaðarlegt rekstraryfirlit sent í tölvupósti.

3) Viðauki við fjárhagsáætlun 2014
Fyrri umræða.  Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram í viðaukanum.

4) Kjarasamningar almennra stafsmanna
Stjórn Höfða samþykkir greiðslu júníuppbótar vegna starfsmanna í Verkalýðsfélagi Akraness og Starfsmannafélagi Reykjavíkur.  Ennfremur samþykkt sérákvæði vegna sérstakrar orlofsuppbótar fyrir starfsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Heildarkostnaður áætlaður 700.000 kr., fjármögnun vísað í viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

5) Endurnýjun á sjónvarpsmóttakara
Stjórn Höfða samþykkir fyrirliggjandi tilboð Feris ehf. í stafrænan sjónvarpsmóttakara og í vinnu við uppsetningu. Heildarkostnaður 953.000 kr., fjármögnun vísað í viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

6) Starfsmannamál

a) Bréf frá Ólöfu Auði Böðvarsdóttur þar sem hún sækir um launalaust leyfi í eitt ár.
Samþykkt.

b) Bréf Helgu Jónsdóttur deildarstjóra dagvistar varðandi stöðugildi aðstoðarmanneskju.
Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara og geri henni grein fyrir umræðum á fundi stjórnar

7) Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 536/2014
Lagður fram. 

8) Bréf umboðsmanns Alþingis dags.26.ágúst 2014
Lagt fram. Lögmanni heimilisins falið að svara bréfinu.
Kristjana, Kjartan og Helga véku af fundi undir þessum dagskrárlið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00