Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

38. fundur 14. apríl 2014 kl. 18:00 - 20:15

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Valdimar Þorvaldsson
Guðrún M. Jónsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Ársreikningur 2013
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
Stjórn og framkvæmdastjóri Höfða staðfesta ársreikninginn með undirrskrift sinni.

2) Vistunarmál
Samþykkt vistun; Albert Hallgrímsson, Bjarnfríður Leósdóttir, Snjólaugur Þorkelsson, Gísli Þór Sigurðsson og Þorkell Kristinsson.

3) Bréf velferðarráðuneytis dags. 11. apríl
Ráðuneytið hefur samþykkt að breyta 5 dvalarrýmum á Höfða í 5 hjúkrunarrými.  Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.
Stjórn Höfða fagnar þessari ákvörðun.

4) Starfsemi djákna
Lögð fram bréf frá Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað þar sem sveitarfélögin samþykkja að styrkja áframhaldandi starfsemi djákna við heimilið.
Stjórn Höfða staðfestir afturköllun á uppsögn starfs djákna.

5) Endurfjármögnun lána
Lögð fram bréf frá Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað þar sem sveitarfélögin staðfesta heimild þeirra til endurfjármögnunar á láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Stjórn HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 159.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að endurfjármagna eldra óhagstæðara lán sem tekið var árið 2011 til að fjármagna stækkun þjónusturýmis hjúkrunarheimilisins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Kjartani Kjartanssyni kt. 020766-3799, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

6) Starfsmannamál
Bréf frá Aldísi Þorbjörnsdóttur, Kolbrúnu Katarínusardóttur og Vilborgu Kristinsdóttur. 
Stjórn Höfða tekur jákvætt í erindið en óskar eftir kostnaðarmati fyrir næsta fund.

7) Önnur mál
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri fór yfir starfsmannamál.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00