Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Valdimar Þorvaldsson
Margrét Magnúsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Kristjönu Jónsdóttur, Kirkjubraut 60, Akranesi.
2) Viðburðaryfirlit frá síðasta stjórnarfundi
Lagt fram.
3) Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar-31.desember 2013
Lagt fram.
4) Daggjöld 2014
Lögð fram reglugerð um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2014.
5) Lífeyrisskuldbindingar
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) vegna fundar SFV með fjármála- og efnahagsráðherra þann 4.febrúar sl. Auk þess lögð fram tillaga fjármála- og efnahagsráðuneytis til SFV til lausnar á ágreiningi um greiðslu lífeyrishækkana og ábyrgð á áföllnum lífeyrisskuldbindingum.
Stjórn Höfða harmar að með tillögu ráðneytisins er ekki tekið á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunar- og dvalarheimila sem eru með svokallaða sveitarfélagatengingu sem Höfði fellur undir. Stjórnin telur eðlilegt að tekið hefði verið heilstætt á þessum vanda hjá öllum hjúkrunar- og dvalarheimilum.
6) Bréf Hvalfjarðarsveitar um starf djákna á Höfða
Lagt fram.
7) Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-514/2014
Lagður fram.
8) Þjónustusamningur við Akraneskaupstað um hjúkrunarrými
Stjórn Höfða samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
9) Önnur mál
a) Afskriftir.
Tillaga framkvæmdastjóra um afskriftir krafna vegna ársins 2012.
Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að afskriftum að fjárhæð kr. 7.227.
b) Reglugerð um sjálfseignaríbúðir aldraðra og öryrkja að Höfðagrund 1-27.
Farið yfir núverandi reglugerð frá árinu 2002.