Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

35. fundur 16. desember 2013 kl. 17:30 - 19:15

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Valdimar Þorvaldsson
Guðrún M. Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:
 
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Sigríði Bjarnadóttur, Höfðagrund 26, Önnu Þorvarðardóttur, Garðabraut 2a, Helgu Ívarsdóttur, Stillholti 19, Erlu Sigríði Hansdóttur, Tindaflöt 2, Braga Níelsson, Höfðagrund 27 og hjónin Sæmund Sigurþórsson og Maríu Einarsdóttur, Garðabraut 2a.

2) Viðburðaryfirlit
Lagt fram.

3) Rekstrar- og framkvæmdayfirlit 1.janúar-30.september 2013
Lagt fram.

4) Fundargerð félagsfundar SFV frá 3.desember 2013
Lögð fram.

5) Lífeyrisskuldbindingar.
Lagt fram minnisblað Juris til SFV.

6) Lántaka vegna nýrrar hjúkrunarálmu og endurbóta á hjúkrunargangi
Stjórn HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 60.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu nýrrar hjúkrunarálmu og breytingu á tvíbýlum í einbýli sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kjartani Kjartanssyni kt. 020766-3799, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. HÖFÐA hjúkrunar- og dvalarheimilis að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
 Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.

7) Aðgerðir vegna hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun 2014
Framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri lögðu fram tillögur er lúta að starfsmannahaldi.
Framlagðar tillögur samþykktar.
Auk þess samþykkir stjórn Höfða að fara þess á leit við Velferðarráðuneytið að 8 dvalarrýmum verði breytt í hjúkrunarrými og er framkvæmdastjóra veit umboð til að semja við ráðuneytið í samræmi við umræður á fundinum.

8) Önnur mál
a) Beiðni framkvæmdastjóra um endurnýjun á tölvubúnaði.
Erindið samþykkt.
b) Minnisblað Akraneskaupstaðar vegna breyttrar aðkomu að Höfða/Höfðagrund/ Sólmundarhöfða.
Lagt fram.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00