Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

18. fundur 20. nóvember 2012 kl. 17:30 - 18:45

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson varaformaður
Rún Halldórsdóttir varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál
Samþykkt var vistun fyrir Rafnhildi Árnadóttur, Sunnubraut 21, Steindóru Steinsdóttur, Þjóðbraut 1 og hjónin Dagbjörtu Jóns Sigurðardóttur og Sigmund Hansen, Vallholti 7.

2) Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 6.nóv. og 19.nóv.
5 tilboð bárust í endurnýjun og breytingar á hjúkrunargangi. Eftir yfirferð og leiðréttingu tilboðanna var niðurstaðan eftirfarandi:
Alefli ehf.    kr. 61.961.428    95,5% af kostn.áætlun
Sjammi ehf.   kr. 62.847.181    96,8% af kostn.áætlun
Sveinbjörn Sigurðsson hf. kr. 66.228.100  102,0% af kostn.áætlun
Trésmiðjan Akur ehf.  kr. 68.270.996  105,2% af kostn.áætlun
GS-Import ehf.   kr. 70.500.862  108,6% af kostn.áætlun 
Nefndin samþykkir verksamning við Alefli ehf. og vísar honum til afgreiðslu stjórnar Höfða.

3) Endurnýjun og breytingar á hjúkrunargangi
Samþykktur verksamningur við Alefli ehf., dags. 19.nóvember.

4) Tryggingar
Ríkiskaup buðu út tryggingar fyrir Höfða og bárust eftirtalin 3 tilboð:
Sjóvá Almennar kr. 2.405.498
Tryggingamiðstöðin kr. 2.164.325
VÍS   kr. 2.910.647
Stjórn Höfða samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda. Stjórn Höfða þakkar Sjóvá fyrir áratuga góða þjónustu við Höfða.

5) Tímaskráningarkerfi
Hjúkrunarforstjóri kynnti tilboð sem borist höfðu. Samþykkt að taka tilboði frá Advania varðandi uppfærslu og vefaðgang að tölvukerfinu bakverði.

6) Framtíðarskipulag í þjónustu við aldraða á Akranesi
Tillögur starfshóps lagðar fram. Helga greindi frá störfum hópsins, en hún átti sæti í honum.

7) Starf framkvæmdastjóra
Að ósk stjórnar Höfða mun Guðjón Guðmundsson gegna starfi framkvæmdastjóra til 1.maí 2013, en þá er gert ráð fyrir að yfirstandandi framkvæmdum og uppgjöri vegna þeirra verði lokið.

8) Önnur mál
a) Samþ. að verð á heimsendum mat frá Höfða verði kr. 750 frá 1.janúar 2013
b) Tölvupóstur bæjarritara til bæjarráðs varðandi skiptingu kostnaðar við framkvæmdir á Höfða árin 2010 og 2011. Í póstinum kemur fram misskilningur sem framkvæmdastjóra er falið að leiðrétta.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00