Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

14. fundur 30. maí 2012 kl. 17:30 - 18:40

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson varaformaður
Margrét Magnúsdóttir
Rún Halldórsdóttir varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál.
Samþykkt vistun fyrir Margréti Guðbjörnsdóttur, Jaðarsbraut 33 og Selmu Samúelsdóttur, Höfðagrund 18.

2) Rekstraryfirlit 1.janúar – 31.mars 2012.
Lagt fram .

3) Bréf Ríkisendurskoðunar, dags. 12.mars.
Tilkynning um að Ríkisendurskoðun muni frá og með árinu 2012 hætta þátttöku í kostnaði við endurskoðun hjúkrunarheimila og jafnframt að samningar um endurskoðun við endurskoðunarfélög hafi runni út í lok síðasta árs og verði ekki endurnýjaðir.
Lagt fram.

4) Bréf Ríkisendurskoðunar, dags. 23.apríl 2012.
Yfirlit yfir endurskoðunarkostnað sem Ríkisendurskoðun hefur greitt vegna hjúkrunarheimila vegna áranna 2010 og 2011.
Lagt fram.

5) Bréf stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 7.maí.
Könnun á áhuga aðildarfélaga á sameiginlegu útboði á endurskoðunarþjónustu.
Stjórn Höfða hafnar aðild að sameiginlegu útboði og bendir á að samkvæmt skipulagsskrá Höfða skulu endurskoðendur heimilisins vera þeir sömu og endurskoðendur Akraneskaupstaðar.

6) Bréf bæjarritara, dags. 15.maí varðandi vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
Lagt fram.

7) Bréf bæjarstjóra, dags. 23.maí varðandi áhuga á sameiginlegu útboði á tryggingum.
Stjórnin tekur jákvætt í erindið.

8) Staða framkvæmda við byggingu hjúkrunarálmu.
Formaður gerði grein fyrir fundi með byggingarstjóra verksins þar sem fram kom að þrátt fyrir nokkrar tafir reiknar hann með að verkinu ljúki á umsömdum tíma. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun við endurbætur á hjúkrunargangi þannig að öll herbergi á deildinni verði einbýli.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00