Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson
Guðrún M.Jónsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir varamaður
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri
Fyrir var tekið:
1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Sigrúnu Björgvinsdóttur, Jörundarholti 16 og Ragnar Leósson, Tindaflöt 4.
2) Rekstraryfirlit 1.janúar – 30.september 2011
Lagt fram.
3) Fjárlagafrumvarp 2012
Framkvæmdastjóri kynnti það sem snýr að Höfða í fjárlagafrumvarpi. Lagt fram bréf sem framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri skrifuðu velferðarráðuneyti 11.október þar sem þess er óskað að framlög til Höfða verði tekin til endurskoðunar við 2.umræðu fjárlaga. Samrit af bréfinu var sent þingmönnum NV-kjördæmis, bæjarstjóranum á Akranesi og sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar.
4) Samstarf við Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri greindu frá fundi með Guðjóni Brjánssyni forstjóra og Steinunni Sigurðardóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar á HVE 19.október þar sem farið var yfir ýmsa þætti í samskiptum Höfða og HVE.
5) Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011
Lögð fram og samþykkt.
6) Gæðamál umönnunar
Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
7) Viðræður við stjórn aðstandendafélags Höfða.
Til viðræðna mættu: Elín Hanna Kjartansdóttir, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir og Soffía Magnúsdóttir. Rætt um væntanleg verkefni félagsins og samskipti við stjórnendur og starfsfólk Höfða.
8) Önnur mál
Helga Atladóttir skýrði frá því að þess hefði verið óskað að hún tæki þátt í starfi nefndar til undirbúnings flutnings málefna aldraðra til sveitarfélaganna.