Stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar (2000-2006)
Fundur nr. 349 hjá stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupsstaðar var haldinn mánudaginn 9. september 2002 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 09:00.
Mættir voru: Gísli Gíslason, bæjarstjóri,
Hörður Kári Jóhannesson,
Jórunn Guðmundsdóttir.
Auk þeirra Andrés Ólafsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins.
Fyrir tekið:
1. Fjárfestingarstefna Landsbréfa.
Davíð Harðarson sjóðsstjóri Landsbréfa fór yfir og skýrði fjárfestingarskýrslu 3. ársfjórðungs 2002, jafnframt var rætt um hugsanlega tilfærslu á innlendum skuldabréfum innan fjárfestingarstefnu sjóðsins.
2. Skýrslur Landsbréfa.
2.1. Fjárfestingarskýrsla 3. ársfjórðungur 2002.
2.2. Mánaðarskýrsla 01.08.02.
Lagðar fram
3. Fjárvörslusamningur Landsbankans-Landsbréfa og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, dags. 12.06.2002.
Lagðar fram upplýsingar um vanskil á skuldabréfum sjóðsfélaga.
Stjórnin samþykkir fjárvörslusamninginn að öðru leiti en að viðauki D varðandi innheimtuferil/vanskilamál verði áfram hjá lífeyrissjóðnum.
Stjórn sjóðsins felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn.
4. Fjármálaeftirlitið. Staðfesting á verklagsreglum um verðbréfaviðskipti.
Lagt fram.
5. Umsókn um veðflutning:
Sjá trúnaðarbók.
6. Lífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.
7. Makalífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.
8. Örorkulífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.
9. Barnalífeyrir:
Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10 :15.