Stýrihópur um Kalmansvelli 5
Dagskrá
Árni Jón og Alfreð Þór boðuðu forföll.
1.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði
2201071
Fundur stýrihóps um uppbyggingu á húsnæði á Kalmansvöllum. Fyrirspurn var send á Glámu Kím um samstarf við forhönnun hússins.
Svar hefur borist frá Gláma Kím um tilboð um forhönnun hússins. Áætlaður vinnutími er um 150-200 klst. skil á forhönnun er áætlað í ágúst 2022.
Stýrihópur samþykkir að ganga til samstarfs við Glámu Kím um forhönnun.
Þarfagreining verður yfirfarin og send á hönnuði. Í þarfagreiningunni munu starfsstöðvar taka inn öll þau verkefni og rými sem þau þurfa s.s. vinnurými og geymslur.
Stýrihópur samþykkir að ganga til samstarfs við Glámu Kím um forhönnun.
Þarfagreining verður yfirfarin og send á hönnuði. Í þarfagreiningunni munu starfsstöðvar taka inn öll þau verkefni og rými sem þau þurfa s.s. vinnurými og geymslur.
Fundi slitið - kl. 08:30.