Fara í efni  

Stýrihópur um Kalmansvelli 5

5. fundur 27. júní 2022 kl. 08:00 - 09:45 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson fulltrúi meirihluta
  • Ragnar B. Sæmundsson fulltrúi minnihluta
  • Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Árni Jón Harðarson verkstjóri í Fjöliðju
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar-og mannréttindasviðs
Dagskrá
Ragnar B. Sæmundsson sat fundinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams.

1.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Fundur stýrihóps um uppbyggingu á húsnæði á Kalmansvöllum 5. Drög að forhönnun frá Gláma Kím liggur fyrir.
Stýrihópurinn fór yfir drög frá Gláma Kím að forhönnun hússins. Fyrirliggjandi spurningum frá hönnuðum svarað. Stýrihópur óskar eftir því að hönnuðir frá Glámu Kím sitji næsta fund stýrihóps.

Stýrihópur leggur til að kannað verði hvort hægt sé að opna akstursleið frá Akranesvegi að Kalmansvöllum 5.

Í erindisbréfi fyrir stýrihópinn kemur fram að horfa þurfi til þess hvort hægt sé að nýta húsnæði (skemmur) sem fyrir er á Smiðjuvöllum 22 og Dalbraut 8 til uppbygginga á húsnæði að Kalmansvöllum 5 fyrir Áhaldahús, Fjöliðju og Búkollu. Stýrihópur hefur falið starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að meta ástands hússins með möguleika á að nýta það til uppbyggingar á húsnæði að Kalmansvöllum 5. Mat á húsnæðinu liggur fyrir. Stýrihópur telur að húsnæðið henti ekki til uppbyggingar á nýju húsnæði fyrir Áhaldshús, Fjöliðju og Búkollu að Kalmansvöllum. Stýrihópur vísar niðurstöðu sinni til bæjarráðs.

Samkvæmt erindisbréfi stýrihóps kemur fram að stýrihópur haldi utanum innri hönnun í samvinnu með hönnuði vegna uppbyggingar á mannvirki sem hýsir áhaldahús, starfsendurhæfingarhluta fjöliðju og starfsemi Búkollu og leggja fram tillögur á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs ásamt öðrum hagsmunaðilum eigi síðar en í ágúst 2022. Stýrihópur óskar eftir frest til að kynna niðurstöður sínar á sameiginlegum fundi ráða í september.
Ragnar B. Sæmundsson samþykkti fundargerð með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 09:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00