Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar
Dagskrá
1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Áframhaldandi vinna við stefnumótun Akraneskaupstaðar. Sævar Kristinsson og Helena Ólafsdóttir frá KPMG verða á fundinum.
Farið var yfir hvar verkefnavinnan er stödd m.t.t. tímaáætlunar og fasaskiptingu verkefnisins. Rætt var hvernig verkefnið þurfi að vinnast áfram og mögulegar útfærslur á frekara samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Ákveðið var að ráðast sem fyrst í að gera rafræna könnun meðal íbúa og í kjölfarið sérstaka könnun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Einnig var rætt að taka vinnufundi með forstöðumönnum stofnanna og bæjarfulltrúum þegar fyrrgreindum könnunum er lokið. Farið var yfir samantekt á helstu atriðum frá ungmennaþingi og rætt hvernig upplýsingar frá þinginu nýtast inn í stefnumótunarvinnunna.
Fundi slitið - kl. 17:15.