Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar
Dagskrá
1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
KPMG mætir á fund stýrihóps og fer yfir stærstu þættina í þeirri vinnu sem er að baki og leggur fram fyrstu drög að stefnuáherslum. Einnig verður rætt skipulag vinnunnar framundan hjá hópnum.
Farið var yfir tillögu KPMG að stefnuáherslum, sem byggð er á upplýsingaöflun sem hefur átt sér stað síðustu misseri meðal hagsmunaaðila í formi kannanna, viðtala og vinnustofa. KPMG ætlar að uppfæra stefnuáherslurnar m.v. umræður á fundinum og senda aftur til yfirferðar á hópinn. Farið var yfir næstu skref í vinnunni og áhersla lögð á að klára verkefnið fyrir lok aprílmánaðar.
Fundi slitið - kl. 17:00.