Fara í efni  

Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar

14. fundur 05. mars 2024 kl. 16:15 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir formaður
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stýrihópur hittist að nýju eftir samþykkt bæjarstjórnar á heildarstefnunni þann 27. febrúar 2024 til að ræða aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu stefnunnar.
Samkvæmt erindisbréfi stýrihóps skal hópurinn leggja fram tillögu að heildarstefnu Akraneskaupstaðar, sem nú er lokið, sem og að setja fram forgangsraðaða aðgerðaáætlun til að hrinda stefnunni í framkvæmd, en þeim hluta vinnunnar er ekki lokið. Á fundinum var farið yfir hvað þarf að gera til að ljúka þessum hluta vinnu stýrihópsins. Fundarmenn voru sammála um að mikilvægur hluti þess að setja fram forgangsraðaða aðgerðaáætlun sé að móta verkefnaskrá sem heldur utan um aðgerðir/verkefni tengd stefnunni og forgang þeirra. Jafnframt þarf að móta og innleiða verklag vegna verkefnaskráar. Að auki þurfi að setja mælikvarða á markmið sem sett eru fram í stefnunni til að hægt sé að mæla hvernig gengur.
Ákveðið var að byrja á að boða til vinnufundar í mars með bæjarstjórn og sviðsstjórum til að vinna að þessum þáttum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00