Fara í efni  

Stýrihópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar

15. fundur 29. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Unnið verður í aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu á heildarstefnunni.
Farið var yfir niðurstöður af vinnufundum bæjarstjórnar og sviðsstjóra í tengslum við innleiðingu stefnunnar. Þar komu m.a. fram hugmyndir að mælikvörðum fyrir þau rumlega 30 markmið sem eru sett í heildarstefnunni. Rætt var að velja úr nokkur markmið til næstu t.d. tveggja ára sem leggja á sérstaka áherslu á sem og verkefni þeim tengd, svokölluð stefnuverkefni. Rætt um innihald verkefnaskráar sem halda á utan um öll stærri verkefni og farið yfir hvernig verklag þarf að setja upp í tengslum við skránna, m.a. til að fylgjast með framgangi stefnuverkefna.
Verkefnastjóra falið að taka saman gögn um mælikvarða sem fjallað var um á fundinum og gera drög að verklagi vegna verkefnaskráar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00