Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
21. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, mánudaginn 8. október 2003 og hófst hann kl. 17.30.
Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður
Njáll Vikar Smárason
Sævar Haukdal (fundarritari)
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson
Sviðsstjóri tómstunda-
og forvarnarsviðs: Aðalsteinn Hjartarson
Dagskrá fundar:
1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu viðfangsefnum síðustu vikur og verkefni næstu vikna. Sviðsstjóri lagði fyrir nefndina skýrslu sem unnin var vegna samstarfs SÁA og Akraneskaupstaðar. Lagt var fyrir nefndina fyrsta fréttabréf Arnardals 2003 sem gefið verður út mánaðarlega. Einnig kynnti hann niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir foreldra 8. og 9. bekkjar Grundaskóla þar sem spurt var um málefni Arnardals.
2. Nýr bæklingur lagður fram til umræðu
Nefndin óskar þeim sem unnu að hönnun og vinnu við bæklinginn til hamingju með snyrtilegan og aðgengilegan bækling.
3. Erindi vegna sjómannadagshátíðarhalda
Lagt fram.
4. Erindi vegna leikmanns Skautafélags Reykjavíkur
Nefndin getur ekki orðið við erindinu.
5. Greiðsla styrkja til íþróttafélaga
Sviðsstjóra falið að auglýsa eftir umsóknum fyrir haust 2003 og úthlutað verði 2.400 þúsund.
6. Afreksmannastyrkur ? 2.umræða
Sviðsstjóra falið að útbúa reglugerð samkvæmt umræðu fundarins og leggja fyrir næsta fund til afgreiðslu.
Fleira ekki gert, fundi lauk kl. 19.00
Næsti fundur nefndarinnar verður 29. okt 2003 kl 17.30.