Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

23. fundur 20. nóvember 2003 kl. 08:11 - 10:00

23. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  miðvikudaginn 20. nóvember 2003 og hófst hann kl. 17.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Hallveig Skúladóttir
 Eydís Líndal 
 Sævar Haukdal (fundarritari)

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðsjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

2. Breytingar á Vinnuskóla Akraness
Tillögur æskulýðsfulltrúa voru ræddar og ákveðið var að leggja til við Bæjarráð að 14, 15, 16 og 17 ára unglingum standi til boða vinna við vinnuskólann sumarið 2004 samkvæmt tillögu æskulýðsfullrúa þess efnis.  Nefndin leggur til að skoðaðir verði möguleikar þess að blanda saman smiðjuvinnu og almennri vinnu vinnuskólans.

 

3. Starfsmannamál Bíóhallar
Ákveðið var að leggja til við bæjarráð að forstöðumaður Bíóhallar verði ráðinn í 100% stöðu frá og með 1. desember 2003 til 6 mánaða.

 

4. Afreksmannastyrkir ? tillaga að reglugerð (4.umræða)
Tillagan samþykkt með breytingum sem ræddar voru á fundinum og sviðstjóra falið að senda þær til bæjarráðs til staðfestingar.

 

5. Tillaga að afgreiðslu styrkja samkv. umsóknum félaga
AH kynnti stöðu mála og lokaafgreiðslu var frestað til næsta fundar.  Framlengdur umsóknarfrestur rennur út kl 16:00 þann 21 nóv 2003.  AH falið að boða umsækjendur til afhendingahátíðar styrkja þann 17. desember 2003 í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.

 

6. Kynning á ?Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ?
JÞÞ kynnti verkefnið fyrir fundarmönnum og lagði fram tillögu um aðkomu nefndarinnar að verkefninu.  TFA fagna framtaki Íþróttabandalagsins að koma verkefninu ?Fyrirmyndafélag ÍSÍ? af stað.  Vilji nefndarinnar er að seinni styrkveitingar næsta árs séu einungis til félaga sem uppfylla reglur ?Fyrirmyndarfélags ÍSÍ?

 

7. Bréf Jóhönnu Leópoldsdóttur varðandi íþróttaúrræði fyir ?ekki fullhrausta?
Lagt fram.

 

8. Tillaga ÍSÍ að íþróttaiðkun án endurgjalds
Samþykkt ÍSÍ lögð fram.
 

9. Upplýsingar um gervigrasvelli
Lagt fram.

 

10. Afgreiðsla bæjarráðs vegna sjómannadagserindis ? lagt fram
Bréf frá bæjarráð vegna sjómannadagserindis lagt fram.

 

11. Umsókn um styrk til Akraneskaupstaðar ? Kvennanefnd knattspyrnufélags ÍA
Umsókn kvennanefndar knattspyrnufélags ÍA frestað til næsta fundar.

 

12. Önnur mál

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

 

Næsti fundur nefndarinnar verður miðvikudaginn 26. nóvember 2003 kl. 20.00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00