Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

25. fundur 10. desember 2003 kl. 20:00 - 22:00

25. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  miðvikudaginn 10. desember 2003 og hófst hann kl. 20.00.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður 
 Katrín Rós Baldursdóttir
 Eydís Líndal 
 Sævar Haukdal (fundarritari)

Íþróttabandalag Akraness Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:

 

1. Upplýsingar sviðsstjóra.
Sviðsjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.

 

2. Styrkir vegna barna og unglingastarfs á Akranesi
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

 

3. Bréf frá bæjarráði vegna styrkveitingar til Knattspyrnufélags ÍA - kvennanefndar.
Svar bæjarráðs lagt fram.

 

4. Bréf frá bæjarráði vegna ráðningasamnings við Hörð Kára Jóhannesson.
Svar bæjarráðs lagt fram.

 

5. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins.
Nefndin óskar öllum sem að fundinum stóðu og þátttakendum fundarins til hamingju með vel undirbúin og faglegan fund.  Fundurinn ræddur og, fram komu fjölmargar góðar hugmyndir sem vert er að skoða frekar og nýta í forvarnarverkefni næstu missera.  Áframhaldandi vinnslu vísað til næsta fundar.

 

6. Símenntunaráætlun íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.
Áætlunin kynnt.  Nefndin fagnar faglega unnum tillögum að áætlun.

 

7. Leikjanámskeið sumarsins 2004
Frestað til næsta fundar.

 

8. Þema í forvarnarmálum.
Frestað til næsta fundar.

 

9. Önnur mál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00