Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
28. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, þriðjudaginn 11. febrúar 2004 og hófst hann kl. 17.00.
Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður
Njáll Smárason
Eydís Líndal Finnbogadóttir
Sævar Haukdal (fundarritari)
Hallveig Skúladóttir
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson
Sviðsstjóri tómstunda-
og forvarnarsviðs: Aðalsteinn Hjartarson
Dagskrá fundar:
1. Upplýsingar sviðsstjóra
Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.
2. Fréttabréf Arnardals - febrúar
Lagt fram.
3. Bréf UMFÍ dags. 16. jan. 2004
Nefndin mun taka þessi mál til skoðunar.
4. Bréf frá Mentamálaráðuneytinu dags 29. jan. 2004
Lagt fram.
5. Bréf ÍSÍ dags. 23. jan. 2004
Lagt fram og efni skýrslunnar rætt.
6. Samningur Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness
Samningur samþykktur.
7. Tillaga æskulýðsfulltrúa varðandi vinnutíma unglinga í Vinnuskóla Akraness.
Sviðstjóra falið að boða æskulýðsfulltrúa á næsta fund nefndarinnar til að ræða þessi mál.
8. Hugmyndir að þema í forvarnarmálum.
Hugmyndir ræddar og ákveðið að þema fram til vors verði gegn steranotkun.
9. Tillaga að greiðslu styrkja vegna barna og unglingastarfs ? fyrir fyrri úthlutun ársins 2004 (1.mars 2004)
Greitt verður samkvæmt úthlutunarreglum, tillaga sviðsstjóra samþykkt.
10. Hátíðaskipulag 2004.
Sviðstjóri kynnti drög að undirbúningi sumarhátíða, málið verður rætt frekar á næsta fundi.
11. Önnur mál.
Þar sem Hallveig Skúladóttir hefur sagt sig úr nefndinni, þakkaði formaður henni fyrir störf sín.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30