Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

32. fundur 05. maí 2004 kl. 20:15 - 22:00

32. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,  þriðjudaginn 5. maí 2004 og hófst hann kl. 20.15.


Mættir:   Hjördís Hjartardóttir, formaður  
 Sævar Haukdal (fundarritari)
 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
 Hörður Þorsteinn Benónýsson
 
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson

Sviðsstjóri tómstunda- 
 og forvarnarsviðs:   Aðalsteinn Hjartarson


Dagskrá fundar:


1. Upplýsingar sviðsstjóra.
 Sviðstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.


2. Umsókn UKÍA um styrk vegna utanlandsferðar 3. flokks kvenna.
Nefndin leggur til við bæjarráð að veita KÍA styrk, samkvæmt reglugerð þar að lútandi, að upphæð 54.000 kr. (2 x 27.500 kr.) vegna fargjalda tveggja fararstjóra í ferð félagsins með 3. flokk kvenna til Lökken í Danmörku dagana 2. ? 9. júní 2004.


3. Umsókn KÍA um styrk vegna utanlandsferðar meistara- og 2. fl. Karla.
Nefndin leggur til við bæjarráð að veita KÍA styrk, samkvæmt reglugerð þar að lútandi, að upphæð 48.000 kr. (2 x 24.000 kr.) vegna fargjalda tveggja fararstjóra í ferð félagsins með 2. fl. og meistaraflokk karla til Þýskalands dagana 19. ? 26. apríl 2004.


4. Umsókn UKÍA um styrk vegna utanlandsferðar 3. flokks drengja.
Nefndin leggur til við bæjarráð að veita UKÍA styrk, samkvæmt reglugerð þar að lútandi, að upphæð 82.500 kr.  (3 x 27.500 kr.) vegna fargjalda þriggja fararstjóra í ferð félagsins með 3. flokk karla til Færeyja dagana 7. ? 14. júní 2004.


5. Erindi Sundfélags Akraness vegna vinnuframlags afrekssundfólks í Vinnuskóla Akraness.
Nefndin hafnar erindi Sundfélags Akraness varðandi stuðningssamning.  Nefndin telur að hugmynd þessi sé áhugaverð og vísar henni til áframhaldandi umræðu í nefndinni.


6. Bréf ÍSÍ vegna stofnunar göngu- og skokkhópa.
Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að sækja um fjármagn vegna verkefnisins að upphæð 50.000 kr. til bæjarráðs og útfæra verkefnið í samvinnu við göngu og/eða skokkhóp á Akranesi.


7. Bréf ÍSÍ vegna þátttöku í verkefninu ?Hjólað í vinnuna? .
Málinu vísað til sviðsstjóra til frekari útfærslu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.15

 

Næsti fundur nefndarinnar verður 26. maí 2004, kl. 17.15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00