Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)
33. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 27. maí 2004 og hófst hann kl. 18.00.
Mættir: Hjördís Hjartardóttir, formaður
Sævar Haukdal (fundarritari)
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Íþróttabandalag Akraness: Jón Þór Þórðarson
Sviðsstjóri tómstunda-
og forvarnarsviðs: Aðalsteinn Hjartarson
Dagskrá fundar:
1. Upplýsingar sviðsstjóra .
Sviðsstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur, einnig gerði hann grein fyrir helstu verkefnum sem framundan eru.
2. Hátíðarhöld 2004 ? staða mála.
Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.
3. Sumarið 2004.
Bæklingurinn ?Sumarið 2004? lagður fram og ræddur stuttlega.
4. Stofnun göngu- og skokkhópa.
Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.
5. Hjólað í vinnuna verkefnið.
Sviðsstjóri skýrði frá stöðu mála.
6. Skýrsla um íþróttamannvirki.
Tómstunda- og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar gerir ekki athugasemd við skýrsluna.
7. Ályktanir og áskoranir íþróttaþings ÍSÍ frá 24. apríl s.l.
Lagt fram.
8. Erindi Hreins Björnssonar vegna leigu á íþróttahúsi Vesturgötu
Nefndin leggur til að Hreini Björnssyni verði leigt húsið fyrir dansleik með því skilyrði uppfylltu að ekki fari fram vínveitingar á staðnum.
9. Bréf frá Lýðheilsustöð ? Bætt matarræði, aukin hreyfing.
Lagt fram.
10. Samningur við Skátafélag Akraness vegna leikjanámskeiða.
Lagt fram.
11. Bréf frá bæjaráði vegna upphitunar fyrir kvennahlaup ÍSÍ.
Lagt fram.
12. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00